Landbrot

Landbrot ehf. hrossaræktarbú er félag sem stofnað var árið 2009 utan um hestaeign og hrossarækt Arnars Bjarnasonar og Önnu Maríu Pétursdóttur sem búsett eru á Seltjarnarnesi. Hrossin okkar eru kennd við Þykkvabæ I í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Það má segja að hrossarækt okkar byggi á tveimur ættmæðrum. Annarsvegar, 1. verðlauna hryssunni Freyju frá Prestsbakka (IS1993285026), dóttur heiðursverðlaunahryssunar Gyðju frá Gerðum (IS1982286002) og stóðhestsins Gnýs frá Hrepphólum (IS1988188170). Hinsvegar 1. verðlauna hryssunni Lyftingu frá Þykkvabæ (IS2006285260) sem er undan Jörp frá Þykkvabæ (IS1996285260) og Þokka frá Kýrholti (IS1997158430).